Fyrsta eRally á Íslandi [fr]

21. og 22. september 2018 fór fyrsta eRally fram í Reykjavík og nágrenni.

Þessi áfangi er hluti af heimsmeistarakeppni rafbíla eða annarra nýorkubíla. Það er Alþjóðaaksturssambandið (FIA) sem skipuleggur keppnina.

Níu teymi frá fjórum löndum tóku þátt í keppninni hér: Frá Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Íslandi.

Það var teymi frá Frakklandi, skipað þeim Didier Malga (ökumaður) og Anne Bonel (aðstoðarökumaður) sem sigraði hér, á Renault Zoe, í þessu fyrsta eRally á Íslandi. Hér var ekinn áttundi áfangi keppninnar en þeir eru tíu alls. Í næstu sætum var ítalska teymið og þar næst Íslendingar.
JPEG
Með þessum sigri tókst Frökkum að auka forskotið í fyrsta sæti en í öðru sæti er ítalskt teymi, núverandi heimsmeistarar.

Ef þau Didier og Anne ná góðum árangri í Monte-Carlo og í Valencia á Spáni, þá blasir við fyrsti heimsmeistaratitillinn. Þess má geta að fyrr á árinu sigraði Jean-Eric Vergne í Formúlu E keppni, sem var háð á rafbílum.

Ef þið smellið á myndina þá sjáið þið einnar mínútu myndband úr keppninni.
JPEG

Síðasta uppfærsla þann 16/10/2018

Efst á síðu