Fundur um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja [fr]

Franski sendiherrann sat fund í Höfða mánudaginn 19. október í boði borgarstjórans í Reykjavík.

Það var Festa, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, sem stóð fyrir fundinum. Sendiherrann kynnti við þetta tækifæri hvað væri undir á COP21 ráðstefnunni í París sem stendur frá 30. nóvember til 11. desember.

Á ráðstefnunni á að ná fram skuldbindingu allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og halda með því hækkun hitastigs á jörðinni innan við 2 gráður. Sendiherrann gat þess að ráðstefnan í París væri sérstök að því leyti að þar væri eitt verkefnanna „lausnir á dagskrá“ og er þar um að ræða að samtvinna skuldbindingar annarra aðila en ríkisins, til dæmis borga, héraða og fyrirtækja...

Hann kynnti fyrir þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem sátu á fundinum hvaða skilyrði giltu um setu á ráðstefnunni og fyrir aðkomu að þessum lausnum á döfinni. Hann hvatti þau til að leggja sitt af mörkum hvert fyrir sig eða sameinast mörg um eitthvert framlag.

JPEG - 307.1 ko
Dagur B. Eggertsson, maire de Reykjavik
JPEG - 290.3 ko
Des invités lors de la réunion, dont l’Ambassadeur au premier rang, avec d’autres intervenants.

Síðasta uppfærsla þann 10/11/2015

Efst á síðu