Fundur íslenskra og franskra jarðhitaklasa [fr]

Sendiráð Frakklands á Íslandi hefur um nokkurt árabil lagt sérstaka áherslu á samstarf landanna á jarðhitasviðinu.

Jarðhiti er hvort tveggja í senn, ein grænna lausna á hlýnun andrúmslofts og kjörinn vettvangur fyrir samvinnu franskra og íslenskra fyrirtækja, sem bæta hvert annað upp.

Sendiráðið, í nánu samstarfi við Fransk-íslenska viðskiptaráðið, FRÍS, hefur þannig hvatt til samskipta franska klasans „Geodeep“ og íslenska klasans „Iceland Geothermal“. Og í júlí 2015 var undirritaður rammasamningur, haldnir voru fundir og ráðstefnur og rætt um verkefni í öðrum löndum.

Forsvarsmenn Geodeep, Sylvain Broglé, og Iceland Geothermal, Viðar Helgason, stóðu fyrir málþingi til að draga fram hvaða árangur hefur náðst. Um tíu starfsmenn úr hvorum klasa tóku þátt í málþinginu 8. og 9. júní í embættisbústað sendiherra Íslands í Frakklandi.

JPEG
JPEG

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra Íslands, Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi og Mario Pain, aðstoðarorkumálastjóri Frakklands, fluttu erindi í upphafi málþingsins.

Starfsmenn fyrirtækjanna, sem í hlut áttu, skiptust síðan á skoðunum, kynntu starfsemi þeirra og viðfangsefni og ræddu síðan fleti á samstarfi sínu. Fyrirtækin undirrituðu síðan plagg þar sem tiltekin voru ýmis samstarfssvið. Báðir klasarnir hafa lýst yfir mikilli ánægju með þennan fund þar sem þátttakendurnir kynntust hver öðrum og gátu rætt ýmiss konar samvinnu.

JPEG
JPEG

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu