Frönskunámskeið í utanríkisráðuneyti Íslands [fr]

Alliance Française í Reykjavík hélt frönskunámskeið fyrir íslenska utanríkisráðuneytið.

Stofnunin útbjó og kenndi sérsniðið tólf vikna námskeið í frönsku haustið 2017 fyrir starfsmenn íslenska utanríkisráðuneytisins sem vildu auka færni sína, sérstaklega í tungumálum. Ráðuneytið tók þátt í kostnaði við námskeiðið en einnig hlaut það styrk úr kennslusjóði frönsku- og menntadeildar Evrópu- og utanríkisráðuneytisins í Frakklandi. Nemendum var skipt í þrennt: Byrjendur, þá sem eitthvað kunna og lengra komna. Námsefnið var sett saman með sérþarfir og sérkunnáttu nemendanna í huga og tók til viðfangsefna og einkenna í diplómatískum samskiptum nú á dögum, einkum í Evrópu. Námskeiðið verður ef til vill endurtekið 2018.

Tenglar:
Alliance Française í Reykjavik
Íslenska utanríkisráðuneytið
Franska og frönsk málstefna

Síðasta uppfærsla þann 21/12/2017

Efst á síðu