Frönskumælandi listamenn á Listahátíð í Reykjavík [fr]

Listahátíð í Reykjavík hefur verið haldin árlega. Þar eru á dagskrá ýmsar listgreinar og áhersla er lögð á að tefla saman mismunandi listformum.

Frá 1970 hefur fjöldi listamanna komið fram á hátíðinni, af margvíslegum uppruna og með ólík tjáningarform. Í tvær vikur, frá 21. maí til 6. júní 2016, lífga listsýningar og sviðsverk upp á menningarlífið í Reykjavík.

Í ár vekjum við athygli á eftirfarandi atriðum þar sem frönskumælandi listamenn koma við sögu :

Ashkenazy á Listahátíð

JPEG - 1.3 Mo
Jean-Efflam Bavouzet et Vladimir Ashkenazy

Vladimir Ashkenazy er heimsfrægur tónlistarmaður og einn stofnenda Listahátíðar. Hann kemur og stjórnar hér Sinfóníuhljómsveit Íslands. Í för með honum verður tíður samstarfsmaður hans og einn allra fremsti píanóleikari Frakklands: Jean-Efflam Bavouzet.

Síðustu tvo áratugi hefur Ashkenazy snúið sér æ meir að hljómsveitarstjórn. Þar fæst hann við fjölbreytt verk, frá Bach til Bartók, jafnt við píanóið sem með tónsprotann og margar af upptökum hans þykja bera af.

Jean-Efflam Bavouzet er frá bænum Lannion í Bretagne, en hann lauk námi frá Tónlistarskólanum í Metz og framhaldsnámi hjá Pierre Sancan við Conservatoire Nationale Supérieure de Musique (CNSM) í París. Hann er mikill unnandi nútímatónlistar og hefur starfað með tónskáldunum Boulez, Stockhausen, Mantovani, Ohana, Widmann og heldur líka á loft lítt þekktri tónlist franskra höfunda eins og Piernés, Massenets og Magnards.

Bavouzet segir að sir Georg Solti hafi haft mikil áhrif á sig og hann vann náið með meistaranum síðustu tvö árin sem hann lifði.

Bavouzet var kosinn listamaður ársins 2012 hjá International Classical Music Award og tvívegis tilnefndur listamaður ársins hjá Gramophone, árið 2012 og 2014. Hann er eflaust sá píanóleikari sem mest ber á um þessar mundir, bæði í upptökum og á tónleikum. Á síðari árum hefur hann starfað með hljómsveitarstjórum á borð við Pierre Boulez og Vladimir Ashkenazy.

Frá 2012 er Jean-Efflam Bavouzet listrænn stjórnandi International Piano Festival á Lofoten í Noregi.

Dagskrá

Pjotr Iljitsj Tsjaíkovskíj: Rómeó og Júlía
Maurice Ravel: Píanókonsert í G-dúr
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 6, „Pastoral“

Harpa, Eldborg
25 maí 19:30
Verð: 2.400 — 6.900 ISK.

Play

JPEG - 111.2 ko
Shantala Shivalingappa et Sidi Larbi Cherkaoui

Play var samið í samstarfi við Shantala Shivalingappa frá Indlandi. Verkinu er ætlað að sýna tvo jöfra koma saman og eiga sálufélag. Að leika er með einhverjum hætti að ummynda veruleikann, að setja sig í hlutverk, að bregða upp grímu. Þar birtist annað sjálf, þar er bernskuna að finna.
Play er þannig samfundur tveggja mikilla listamanna sem koma úr ólíkum heimum en langar að mætast á listrænum vettvangi. Sidi Larbi Cherkaoui er frægur belgískur dansari og höfundur nútímadansverka. Shantala Shivalingappa er sérfróð um kuchipudi, fornfrægan indverskan dans. Það neistar af þessari glímu listamannanna, við undirleik hljómsveitar sem var sérstaklega valin saman fyrir sýninguna. Í hljómsveitinni eru færustu kunnáttumenn um forna tónlist jafnt og heimstónlist. Hljómsveitin laðar fram listilegt tónverk, með tengibrúm á milli flytjendanna, sem eru svo ólíkir við fyrstu sýn og yfir öllu svífur andi Pinu Bausch. Þessi sýning varð einmitt til að hennar frumkvæði og er tileinkuð henni.

Báðir listamennirnir þekkja vel til Listahátíðar í Reykjavík. Shantala Shivalingappa vakti mikla athygli á hátíðinni í fyrra og Cherkaoui var einn höfunda dansverksins BLÆÐI.

Sidi Larbi Cherkaoui & Shantala Shivalingappa
Þjóðleikhúsinu
31. maí kl. 19:30
Verð: 5.500 kr.

Síðasta uppfærsla þann 24/05/2016

Efst á síðu