Frönskukeppnin CultureLab 2016 [fr]

JPEG
Laugardaginn 12. mars síðastliðinn fór fram frönskukeppni meðal menntaskólanema.

Keppnin er árlegur viðburður og fór fram í húsakynnum Alliance française í samstarfi franska sendiráðsins, Félags frönskukennara á Íslandi og Alliance française.

Keppendur voru átta, menntaskólanemendur á 18.-20. ári. Allir skiluðu inn myndbandi og skrifuðu bréf sem sýndi færni þeirra í frönsku. Í dómnefnd voru sendiherra Frakklands, Philippe O‘Quin, Catherine Eyjólfsson þýðandi og Egill Arnarson úr stjórn Alliance française.

Valgerður Hirst Baldursdóttir, 18 ára nemandi í Kvennaskólanum í Reykjavík, stóð uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti varð Agnes Sólmundsdóttir úr MH og þriðja sætinu deildu þær Sigurósk Sigurgeirsdóttir úr MK og Sólveig Hrönn Hilmarsdóttir úr MR.

Í verðlaun fékk Valgerður ferð til Frakklands til að taka þátt í kvikmyndahátíð í La Rochelle dagana 29. júní til 10. júlí næstkomandi. Dagskráin á hátíðinni verður bæði fjölbreytt og skemmtileg. Þátttakendur taka meðal annars þátt í kvikmyndagagnrýni á frönsku og hitta bæði framleiðendur, dreifingaraðila, tæknimenn, leikstjóra og leikara.

Franska sendiráðið óskar Valgerði og öllum þátttakendum innilega til hamingju með frammistöðuna í keppninni.

Hér má sjá myndband Valgerðar.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu