Frönsk kvikmyndalist prýðir dagskrá RIFF [fr]

Alþjóðakvikmyndahátíðin í Reykjavík (RIFF) dekrar enn og aftur við unnendur franskra kvikmynda.

Heiðursgestur hátíðarinnar er leikstjórinn Olivier Assayas. Hann hlaut verðlaun á síðustu Cannes-hátíð fyrir mynd sína „Personal Shopper“ og fær sérstök heiðursverðlaun á RIFF hátíðinni fyrir einstaka sköpunargleði. Þrjár mynda hans verða sýndar hér af því tilefni: „Désordre“, „Irma Vep“ og „Sils Maria“. Þá stendur hann fyrir masterclass í Norræna húsinu laugardaginn 7. október kl. 14:00. Aðgangur er ókeypis.

En þetta er ekki allt og sumt … !

„M“ eftir Söru Forestier og „La villa“ eftir Robert Guediguian verða sýndar á forsýningu því almennar sýningar á þessum myndum hefjast ekki í kvikmyndahúsum í Frakklandi fyrr en í lok nóvember.

Fundum tveggja eyja, með svipaðan fólksfjölda, ber saman á hátíðinni: Korsíka verður kynnt á Íslandi í myndinni „Une vie violente“ eftir Thierry de Perreti.

Þá verður kynnt myndin „120 slög á mínútu“ (120 battements par minute) eftir Robin Campillo, sem hlaut Grand Prix dómnefndarverðlaunin á Cannes-hátíðinni síðastliðinn júní. Myndin fjallar um Act Up árin og dregur upp skýra mynd af lífsþorstanum og hungrinu í ást meðal eyðnisjúklinga og þeirra sem börðust fyrir aðgerðum gegn sjúkdómnum.

Enginn hörgull verður á heimildamyndum á RIFF-hátíðinni með „Meeting Snowden“ eftir Flore Vasseur, „Révolutions islandaises“ eftir Yohann og Nils Aucante og „Visages Villages“ eftir Agnès Varda og JR (listrænan ljósmyndara). Sú mynd hlaut Gullaugað á Cannes-hátíðinni 2017.

Þá má enginn missa af tveimur stuttmyndum: „La bouche“ eftir Camilo Restrepo og íslensk-frönsku samstarfsverkefni, „Árborg“ eftir Antoine Delelis.

Börnin fá líka eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni því helgina 30.9-1.10 verða sýndar myndir fyrir þau í Norræna húsinu, þar á meðal þrjár franskar.

Nánari upplýsingar er að fá á vef RIFF.

Góða skemmtun!

PNG

Síðasta uppfærsla þann 05/10/2017

Efst á síðu