Freigátan „Bretagne“ í Íslandsheimsókn [fr]

JPEG
„Bretagne“ er frönsk marghliða freigáta (FREMM) sem var á Íslandi frá 17. – 24. október síðastliðinn og tók þar þátt í Trident Juncture heræfingum Nató sem fóru fram á hafinu umhverfis Ísland og Noreg í október og nóvember.

Freigátan sigldi að því loknu til heimahafnar sinnar í Brest.

Þetta er nýjasta herskipið sem skipatæknistöðin Naval group hefur látið franska flotanum í té. Það gerðist 18. júlí síðastliðinn og er samkvæmt áætlun um að búa flotann sex FREMM kafbátaleitarskipum, sem öll koma til hafnar á Íslandi. Ennfremur fær flotinn tvö FREMM loftvarnaskip.

Næsta FREMM skip, sem flotinn veitir viðtöku sumarið 2019, er „Normandie“ og kemur þá væntanlega til Íslands, og síðan koma „Alsace“ 2021 og „Lorraine“ 2022.

Síðasta uppfærsla þann 18/12/2018

Efst á síðu