Franskur skóli færir Landsbjörgu þakklætisvott [fr]

JPEG
Þriðjudaginn 16. október kom hópur úr Notre Dame skólanum í Rezé á Bretagne í heimsókn í björgunarmiðstöð Landsbjargar.

Landsbjörg er félag 4.000 sjálfboðaliða víðs vegar um landið sem kallaðir eru út þegar hætta steðjar að einhverjum á sjó eða landi.

Á hverju ári skipuleggja kennarar í Notre Dame framhaldsskólanum í Rezé skólaferð til Íslands. Í síðustu ferð þeirra lentu þeir í umferðarslysi og fannst til um hve hjálparstarfið, sem Landsbjörg skipulagði, var fagmannlega af hendi leyst.

Jón Svanberg Hjartarson og Brandur Arnarson kynntu hópnum, 34 nemendum og fjórum kennurum, skipulag og hlutverk Landsbjargar og lýstu hve sjálfboðaliðsstarfið væri þjóðfélaginu mikilvægt og ekki síður þeim sem tækju þátt í því.

Eftir kynninguna vottuðu kennararnir þakklæti sitt fyrir björgunina og færðu Landsbjörgu ávísun að upphæð 500 evrur. Franska sendiráðið vildi líka sýna hug sinn og lagði fram sömu upphæð.

Frásögn af slysinu er hér.

Síðasta uppfærsla þann 17/10/2018

Efst á síðu