Franskir rithöfundar á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík [fr]

PNG - 1.1 Mo
Renaud Durville, de l’Ambassade de France, modérateur, et les auteurs Hannelore Cayre et David Foenkinos à la Maison nordique. / Renaud Durville, menningar- og vísindafulltrúi franska sendiráðsins, stýrði umræðum með rithöfundunum Hannelore Cayre og David Foenkinos í Norræna húsinu.

Tveir franskir rithöfundar, þau Hannelore Cayre og David Foenkinos, voru gestir á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík sem stóð frá 24. til 27. apríl 2019.

Bækur eftir báða höfunda hafa komið út á Íslandi. „La Daronne“ eftir Hannelore Cayre kom fyrst út hjá forlaginu Métailié í Frakklandi, sem hefur gefið út sögur eftir marga íslenska glæpahöfunda. „Múttan“, eins og sagan heitir í íslenskri þýðingu Hrafnhildar Guðmundsdóttur, hlaut evrópsku glæpasagnaverðlaunin árið 2017. Bókaútgáfan Forlagið gaf bókina út á Íslandi.

David Foenkinos er einhver vinsælasti rithöfundur í Frakklandi. Skáldsaga hans „Le mystère Henri Pick“ heitir í íslenskri þýðingu Yrsu Þórðardóttur „Ráðgátan Henri Pick“ og það er bókaútgáfan Benedikt sem gaf hana út.

Á hátíðinni lásu höfundarnir kafla úr bókum sínum í Iðnó og tóku þátt í umræðum í Norræna húsinu um það hvernig skáldsögur eru lagaðar til fyrir kvikmyndun.

Bókmenntahátíðinni lauk sunnudagskvöldið með sýningu á kvikmyndinni „Afbrýði“ (Jalouse) eftir þá bræður Stéphane og David Foenkinos og var sá síðarnefndi viðstaddur sýninguna.

Síðasta uppfærsla þann 08/04/2021

Efst á síðu