Franskir kafarar og sprengjuleitarmenn taka þátt í æfingunum Northern Challenge 2018 [fr]

JPEG
Þátttaka Frakka í alþjóðlegu æfingunni Northern Challenge á Íslandi.

Sprengjusérfræðingar frá einum fimmtán þjóðum komu saman í Keflavík fyrir skemmstu, í boði íslensku landhelgisgæslunnar. Tilefnið var Northern Challenge, tveggja vikna æfing í viðbrögðum við heimagerðum sprengjum, með þátttöku Nató-ríkjanna auk Finnlands, Svíþjóðar og Austurríkis.

Meðan á æfingum stóð spreyttu hóparnir sig á að leita að eða staðsetja sprengjurnar, síðan að átta sig á gerð þeirra og aftengja þær eða eyða þeim. Viðfangsefnin voru 500 heimagerðar sprengjur sem gátu valdið tjóni á sjó eða á landi.

Þessum raunhæfu viðfangsefnum úti í náttúrunni, sem einkenna æfingarnar á Íslandi, lauk með tæknilegu samráði þjóðanna sem tóku þátt í æfingunum og gátu þannig lært af reynslu hver annarrar. Fjórtán liðsmenn úr úrvalssveit kafara og sprengjuleitarmanna franska flotans frá Brest og Toulon tóku þátt í Northern Challenge 2018 af Frakklands hálfu.

Síðasta uppfærsla þann 15/10/2018

Efst á síðu