„Franskir dagar“ í Fáskrúðsfirði [fr]

Síðustu helgi í júlí stendur Fáskrúðsfjörður jafnan fyrir bæjarhátíðinni „Frönskum dögum“ í minningu frönsku sjómannanna sem þangað sóttu.

Þegar úthafsveiðar Frakka stóðu sem hæst (stórt séð milli 1830 og 1930) sigldu hundruð franskra duggna á Íslandsmið, aðallega gólettur, og margar leituðu til Austfjarða. Því var reistur franskur spítali á Fáskrúðsfirði í byrjun 20. aldar og þar fengu aðhlynningu veikir duggukarlar og íslenskir sjúklingar. Spítalinn hefur verið gerður upp, og hlaut meira að segja Europa Nostra verðlaunin fyrir varðveislu evrópskra menningarminja. Nú er spítalinn hótel og safn helgað frönsku sjómönnunum. Læknishúsið og kapellan, sem tengjast þessari sögu, voru líka gerð upp og mynda húsin fallega þyrpingu. Þá hefur bærinn staðið myndarlega að viðhaldi grafreits þar sem 49 franskir skútukarlar hvíla.

„Franskir dagar“ stóðu frá 22.-24. júlí síðastliðinn og voru margir þátttakendur frá Frakklandi því auk sendiherrans var þarna sendinefnd frá Gravelines, vinabæ Fáskrúðsfjarðar. Fyrir sendinefndinni fór bæjarstjórinn, Ringot, og í för með þeim var barnabarn sjómanns sem hvílir á þessum legstað.

JPEG - 265.7 ko
La cérémonie au cimetière français à Faskrudsfjördur. Avec Philippe O’Quin, Ambassadeur de France en Islande, il y a M. Bertrand Ringot, Maire de Gravelines, M. Páll Björgvin Gudmundsson, Maire de Faskrudsfjordur et d’autres représentants des conseils municipaux de Gravelines et de Faskrudsfjordur. / Við athöfnina í franska kirkjugarðinum á Fáskrúðsfirði. Ásamt Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, standa þarna Bertrand Ringot, bæjarstjóri í Gravelines, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og aðrir bæjarfulltrúar Gravelines og Fjarðabyggðar.

Á hátíðinni skiptust á gleði- og kyrrðarstundir, þar sem sendiherrann og bæjarstjórar vinabæjanna tveggja minntust þeirra 4.000 frönsku sjómanna sem áttu ekki afturkvæmt af Íslandsmiðum.

Á Facebook-síðu sendiráðsins er að finna frásögn Morgunblaðsins af hátíðinni.

Síðasta uppfærsla þann 18/10/2016

Efst á síðu