Franskar og íslenskar þýðingar [fr]

JPEG
Frakkar og Íslendingar eiga í líflegum samskiptum á bókmenntasviðinu.

Fjöldamargar íslenskar bækur hafa verið þýddar á frönsku á síðustu árum og er ekkert lát á. Bækurnar hafa hlotið mjög góða dóma í Frakklandi og unnið til virtra verðlauna þar í landi. Listi yfir franskar þýðingar á íslenskum bókum er á síðu http://www.unicaen.fr/recherche/mrsh/erlis/traductionsISLANDAIS.

Bókmenntaleg samskipti þjóðanna eru ekki bara í aðra áttina. Mikið og gott starf er unnið við þýðingar úr frönsku á íslensku og þýðingarnar falla í frjóan jarðveg hér á landi. Á síðasta ári voru þýddar bækurnar Oona og Salinger, eftir Frédéric Beigbeder (Friðrik Rafnsson), Svo þú villist ekki í hverfinu, eftir Patrick Modiano (Sigurður Pálsson) og Rétturinn til letinnar eftir Paul Lafargue (Guðmundur J. Guðmundsson). Þessum bókum var afar vel tekið og þær tvær fyrrnefndu sátu um hríð ofarlega á lista yfir mestu seldu bækur á Íslandi. Nú í nýliðnum febrúar kom út bókin Undirgefni eftir Michel Houllebecq (Friðrik Rafnsson) sem hefur hlotið afbragðsdóma hjá íslenskum gagnrýnendum og situr nú í 2. sæti yfir söluhæstu bækur.

Listi yfir íslenskar þýðingar á ritverkum á frönsku.

Síðasta uppfærsla þann 20/02/2017

Efst á síðu