Franskar kvikmyndir á RIFF hátíðinni [fr]

Hreyfimyndir urðu fyrst til í Frakklandi og landið er þriðji stærsti kvikmyndaframleiðandi heims á eftir Bandaríkjunum og Indlandi.

Engan þarf því að undra að Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík / RIFF hafi valið margar franskar gæðamyndir til sýningar á hátíðinni, sem fram fór dagana 24. september til 4. október. Um var að ræða átta franskar kvikmyndir og aðrar átta myndir þar sem Frakkland var meðal framleiðenda. Frönsku myndirnar voru eftirfarandi: À peine j’ouvre les yeux, Francofonia, Mustang, La Loi du marché, Cavanna, il était Charlie, Les Derniers hommes éléphants, Lulu femme nue, Made in Usa. Myndir sem höfðu franska samstarfsaðila voru eftirfarandi: Babai, Mediterranea, Eisenstein in Guanajuato, Mountains May Depart, Tale of Tales, Sugar Coated, The Wanted 18, 101 Reykjavik. Einnig voru sýndar sex franskar stuttmyndir, sérviðburðir áttu sér stað svo sem heiðurssýning á Lulu femme nue eftir Sólveigu Anspach, sýnd var kvikmynd eftir franska kvikmyndagerðarmanninn Gurwann Tran Van Gie, framleidd af Pompidou safninu.

Síðasta uppfærsla þann 09/11/2015

Efst á síðu