Franskar þingkonur á fundi Women Political Leaders í Reykjavík [fr]

JPEG
Tvær franskar þingkonur, þær Marie-Noëlle Battistel og Annie Chapelier, í sendinefnd um kvenréttindamál, tóku þátt í ráðstefnunni „Women Political Leaders" sem haldin var í Hörpu 28.-30. nóvember.

Í tengslum við ráðstefnuna var haldinn umræðufundur í húsakynnum Alliance Française í Reykjavík og þar gátu þingkonurnar skipst á skoðunum við Íslendinga sem láta jafnréttismál til sín taka. Í þessum umræðum voru bornar saman aðstæður í Frakklandi og á Íslandi, en Ísland hefur í níu ár setið í efsta sæti þeirra þjóða þar sem jafnrétti er mest.

Það var niðurstaða fundarins að baráttan fyrir réttindum kvenna haldi áfram, þrátt fyrir framfarir. Dæmin sýna að það þarf stöðugt að knýja á og standa saman í baráttunni til að ekki miði aftur á bak.

Tekin voru fyrir ýmis mál og þau rædd, til dæmis ofbeldi í garð kvenna, menntun í kynjafræðum, klám á vefnum sem er aðgengilegt börnum, menntun lögreglumanna og starfsfólks í heilbrigðisþjónustu, andófið gegn vændi, skipting ábyrgðar á heimilum og húsverkum og ennfremur jafnrétti í atvinnu og launum.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu