Franska kvikmyndahátíðin er á leiðinni! [fr]

Franska kvikmyndahátíðin 2018 verður haldin í Háskólabíói 26. janúar til 4. febrúar.

Franska sendiráðið og Alliance Française í Reykjavík, í samvinnu við Senu, völdu tíu myndir á hátíðina. Þar er boðið upp á grín, drama og hroll, ásamt heimilda- og teiknimyndum.

Sýnishorn af því sem þar gefur að líta:
- Svona er lífið er opnunarmyndin, í leikstjórn þeirra sem gerðu Intouchables, Erics Toledanos og Oliviers Nakaches;
- Happy end, nýja myndin eftir Michael Haneke;
- Victoria eftir Justine Triet með Virginie Efira ;
- Lífs eða liðinn, eftir Katell Quillévéré, byggð á skáldsögu Maylis de Kerangal. Á einni sýningu myndarinnar verður rætt um líffæragjafir og rennur ágóði af sýningunni til þeirra mála;
- Efst á heimi, teiknimynd fyrir alla fjölskylduna;
- Hvítu riddararnir eftir Joachim Lafosse með Vincent Lindon;
- Myrkviði, hrollvekja eftir Gilles Marchand.

Í samstarfi við Sendiráð Kanada á Íslandi fengum við myndina Iqaluit á hátíðina.

Og að síðustu verða tvær sérstakar kvöldsýningar, önnur helguð dansi, með myndinni Polina og heimildamyndinni Endurfæðingin. Hin verður á annarri verðlaunahátíð Sólveigar Anspach, þar sem ungum kvenleikstjóra verða veitt verðlaun og þar gefst okkur færi á að kynnast Alice Guy, fyrsta kvenleikstjóra í sögu kvikmyndanna í heimildamynd Emmanuelle Gaume!

Þið getið nú þegar keypt fimm miða passa í Háskólabíói eða, af því það eru jólin, gefið hann einhverjum góðum vini! :-)

Til að fylgjast með öllu því sem gerist á kvikmyndahátíðinni heimsækið okkur þá á Facebook-síðu hennar !

PNG

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu