Franska kvikmyndahátíðin 2020 [fr]

PNG
Franska kvikmyndahátíðin verður haldin í 20 sinn á næsta ári! Alliance Française og franska sendiráðið á Íslandi hafa tekið höndum saman við Bíó Paradís um að sýna úrval franskra kvikmynda dagana 23. janúar til 2. febrúar 2020.

Opnunarmynd hátíðarinnar er La Belle Époque í leikstjórn Nicolas Bedos, sem mun halda áfram í almennum sýningum að hátíð lokinni. Á dagskrá eru ennfremur nýjar og nýlegar franskar myndir, sem margar hlutu viðurkenningu á Cannes hátíðinni 2019 t.a.m. Portrait of a Lady on Fire, Sólveigar Anspach verðlaunin verða veitt fyrir bestu stuttmyndirnar á frönsku og á íslensku (en nú er opið fyrir skráningar í keppnina), haldið verður afmæliskvöld með sýningu á kvikmynd sem áhorfendur kusu sem bestu frönsku kvikmyndina á samfélagsmiðlum, boðið verður upp á kvöld með klassískri glæpamynd, heimildamyndin Guðaveigar (Wine Calling) verður sýnd á sérlegri vínsmökkunarsýningu og loks verður kanadíska kvikmyndin Matthias og Maxime í leikstjórn Xavier Dolan á dagskrá lokakvöldið í samstarfi við Sendiráð Kanada á Íslandi. Margt fleira verður í boði. Dagskráin í heild verður kynnt fljótlega

Facebook kosning um bestu kvikmyndina hér:

Síðasta uppfærsla þann 28/10/2019

Efst á síðu