Franska kvikmyndahátíðin 2017 [fr]

Franska kvikmyndahátíðin var haldin í 17. skipti dagana 27. janúar til 10. febrúar 2017 í Háskólabíói í Reykjavík.

Alliance française í Reykjavík, Sendiráð Frakklands á Íslandi, Sena og Sendiráð Kanada á Íslandi stóðu að hátíðinni og voru 11 myndir á dagskrá: Hún (Elle) eftir Paul Verhoeven (opnunarmynd hátíðarinnar), Stór í sniðum (Un Homme à la hauteur) eftir Laurent Tirard, 21 nótt með Pattie (21 nuits avec Pattie) eftir Arnaud og Jean-Marie Larrieu, Sumarblíða (La Belle saison) eftir Catherine Corsini, Kúrekarnir (Les Cowboys) eftir Thomas Bidegain, Fram, fram fylking (Guibord s’en va-t-en guerre) eftir Philippe Falardeau, Hvorki himinn né jörð (Ni le ciel, ni la terre) eftir Clément Cogitore, Með höfuðið hátt (La Tête haute) eftir Emmanuelle Bercot, Fatíma (Fatima) eftir Philippe Faucon, Vincent (Vincent n’a pas d’écailles) eftir Thomas Salvador og Huldudrengurinn (Phantom Boy) eftir Alain Gagnol og Jean-Loup Felicioli.

Metaðsókn var á opnunarkvöld hátíðarinnar, 300 og 200 manna salir voru báðir fullir.
JPEG
JPEG
JPEG
JPEG

Kanadíski leikarinn Irdens Exantur, í myndinni Fram, fram fylking, mætti til leiks og svaraði spurningum 180 áhorfenda á kvöldsýningu.

Við færum öllum þeim, sem tóku þátt í hátíðinni 2017, okkar bestu þakkir og boðum ykkur öll með tölu á þá næstu, í janúar 2018!

Þangað til getið þið fylgst með því sem er á seyði á Frönsku kvikmyndahátíðinni og almennt í franska kvikmyndaheiminum á kvikmyndasíðu sendiráðsins.

Síðasta uppfærsla þann 27/02/2017

Efst á síðu