Franska kvikmyndahátíðin 2016 er að skella á!

PNG
Franska kvikmyndahátíðin er nú komin í 16. sinn og stendur frá 15. – 27. janúar í Reykjavík. Hún verður haldin í 6. sinn á Akureyri og stendur þar frá 18. – 26. janúar.

Opnunarmyndin í ár er gamanmyndin Út og suður (Babysitting 2) eftir þá Nicolas Benamou og Philippe Lacheau. Hún er í öðru sæti yfir mest sóttu frönsku myndirnar í Frakklandi og nálgast þrjár miljónir áhorfenda. Gamanið er aldrei grátt, myndefnið er geggjað og menn ganga brosandi út.

Börnin gleymdust ekki því á hátíðinni verður sýnd hreyfimyndin Hann Gus litli og langferðin, ætluð þriggja ára börnum og eldri. Þá verður Drottningin í Montreuil eftir Sólveigu Anspach sýnd til að heiðra minningu hennar.

Skoðið endilega yfirlit og efnisútdrætti þeirra tíu mynda sem við bjóðum upp á á hátíðinni. Þið finnið allar nauðsynlegar upplýsingar á slóðinni www.fff.is.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu