Franska kvikmyndahátíðin 2016 [fr]

Franska kvikmyndahátíðin er nýafstaðin og gestir voru ánægðir með myndir á hátíðinni.

Opnunarmyndin í fyrra, Ömurleg brúðkaup, náði fádæma vinsældum og því var heildaraðsóknin í ár raunar minni en í fyrra. Ef opnunarmyndirnar eru hins vegar undanskildar þá hefur áhorfendum fjölgað um 4-5%.

Vinsælustu myndirnar í Reykjavík, fyrir utan opnunarmyndina, voru myndirnar Lóló, Konungurinn minn og Timbúktú. Þess má geta að kvikmyndin Konungurinn minn var tilnefnd til 8 César verðlauna í Frakklandi.

JPEG

Í lok hátíðar var haldin sérstök sýning á Drottningunni í Montreuil, til að heiðra minningu Sólveigar Anspach. Eftir sýninguna sátu fyrir svörum þau Clara Anspach, dóttir Sólveigar, og þrír vinir Sólveigar: Didda Jónsdóttir, sem leikið hefur í mörgum mynda hennar, Skúli Malmquist, framleiðandi nokkurra myndanna, og Mireya Samper, listakona. Við þetta tækifæri var tilkynnt að efnt yrði til verðlauna sem veitt verða árlega fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar, frá og með 2017. Verðlaunagripinn hannar Mireya Samper.

Franska sendiráðið horfir með tilhlökkun til hátíðarinnar næsta árs.

JPEG

Síðasta uppfærsla þann 22/02/2016

Efst á síðu