Franska kvikmyndahátíðin 2016 [fr]

PNG
Það er okkur hjá franska sendiráðinu sönn ánægja að tilkynna að Franska kvikmyndahátíðin verður sett með pompi og prakt þann 15. janúar næstkomandi.

Hátíðin, sem er sú sextánda í röðinni, stendur yfir dagana 15. til 27. janúar í Reykjavík og dagana 17. til 24. janúar á Akureyri.

Eins og tíðkast hefur þá sá franska sendiráðið, í samstarfi við Alliance francaise, um val á myndum fyrir hátíðina. Valið var erfitt enda úr miklu að moða. Frakkar eru kunnir fyrir kvikmyndagerð sína og má þar nefna vinsælar myndir á borð við Ömurleg brúðkaup sem sló í gegn hérlendis á síðasta ári.

Síðasta uppfærsla þann 14/12/2015

Efst á síðu