Koma frönsku freigátunnar „Provence“ til hafnar í Reykjavík [fr]

PNG
„Provence“, kafbátaleitarskip úr franska flotanum, kom til hafnar í Reykjavík fimmtudaginn 8. mars og lá þar til mánudags 12. mars.

Skipið er af tegund svonefndra marghliða freigátna flotans (FREMM). Það er 142 m á lengd, með 108 manna áhöfn, þar af 22 sjóliðsforingjum. Ganghraðinn er 27 hnútar (50 km/klst.). „Provence“ var hleypt af stokkum 18. september 2013 og tók flotinn við því í júní 2015. Skipið var svo tekið til notkunar 9. júní 2016. Heimahöfn þess er Brest og verndarborg þess er Aix-en-Provence.

Þetta er hátækniskip og búið fullkomnustu tækjum og vopnabúnaði. Í öllum FREMM skipum er þyrla af gerðinni NH90.

Móttaka fyrir Frakka búsetta á Íslandi var um borð í freigátunni og gafst þeim kostur á að ræða við sjóliðana og fræðast um skipið og hlutverk þess.

Síðasta uppfærsla þann 05/06/2018

Efst á síðu