Frakkar sem skráðir eru með búsetu á Íslandi

JPEG
5. október síðastliðinn var 461 Frakki skráður með búsetu á Íslandi. Þeim hefur fjölgað jafnt og þétt, eða um 244%, frá árinu 2000 þegar þeir voru 189!

Hlutföll kynjanna eru býsna jöfn, 51% karlar og 49% konur. 65,6% hópsins hafa búið lengur en fimm ár á Íslandi og 13,2% innan við eitt ár.

Ef skoðuð er aldursdreifingin þá eru fimm ára og yngri 8,9%, 6-18 ára 16,8%, 19-25 ára 11,6%, 26-40 ára 34,4%, 41-60 ára 23,3% og þeir sem eru eldri en 60 ára 5%. Það blasir við að þetta er ungur og kröftugur hópur.

Þeim sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt fækkar stöðugt. Frá 38,6% árið 2000 eru þeir orðnir 23% um þessar mundir. Hvað þá varðar sem dveljast í eitt ár eða skemur á Íslandi (Erasmus-stúdentar eða aðrir sem vinna til dæmis í ferðaþjónustunni eða koma hingað til að víkka sjóndeildarhringinn) þá er ekki hlaupið að því að slá tölu á þá en gera má ráð fyrir því að fjöldinn sé svipaður frá ári til árs, um 100 manns.

Allir Frakkar búsettir á Íslandi, sem ekki hafa skráð sig, eru hvattir til að hafa samband við sendiráðið.

Síðasta uppfærsla þann 18/10/2016

Efst á síðu