Forseti Frakklands í opinberri heimsókn [fr]

JPEG
Forseti Frakklands kom í opinbera heimsókn til Íslands 16. október, í boði forseta Íslands.

Í föruneyti forsetans voru Ségolène Royal, ráðherra umhverfismála, sjálfbærrar þróunar og orkumála, Michel Rocard, fyrrverandi forseti Frakklands og sendiherra með umsjón með samningum um norðurslóðir, Nicolas Hulot, sérlegur fulltrúi forsetans og ríkisstjórnarinnar í málum sem snúa að verndun jarðar, auk margra annarra vísindamanna og fólks úr viðskiptalífinu.

Forsetinn fór að Sólheimajökli og skoðaði með eigin augum hvernig hlýnun loftslags hefur leikið jökultunguna, sem hefur hörfað um 50 metra á ári frá 1990. Hann tók líka til máls á Arctic Circle ráðstefnunni, að viðstöddum þúsund áheyrendum, og ræddi undirbúning að COP21 ráðstefnunnar og meginlínurnar í leiðarkorti Frakklands í málefnum norðurslóða.

Hann ræddi við forsætisráðherra og forseta Íslands og sat kvöldverð á Bessastöðum í boði þess síðarnefnda, ásamt mörgum íslenskum frammámönnum og erlendum fulltrúum á Arctic Circle. Þá fór hann á samkomu með Frökkum, búsettum á Íslandi, í Höfða þar sem borgarstjórinn í Reykjavík tók á móti honum.

Þessi Íslandsferð náði fullkomlega tilgangi sínum: Að skoða hvernig hnattræn hlýnun orkar á norðurslóðir, þennan útvörð gagnvart loftslagsbreytingunum, og brýna með því ráðstefnuna í París til að setja sér metnaðarfull markmið, og hins vegar að örva tvíhliða samskipti ríkjanna, 25 árum eftir síðustu forsetaheimsókn.

Ljósmyndir úr forsetaheimsókninni.

Síðasta uppfærsla þann 11/11/2015

Efst á síðu