Ferð sendiherrans til Vestfjarða [fr]

Þann þriðja nóvember síðastliðinn fór sendiherrann til Ísafjarðar til að skoða hvort efla mætti tengsl bæjarins og Frakklands.

Sendiherrann hitti bæjarstjóra Ísafjarðar, sem er í góðu sambandi við Sables d’Olonne. Þá heimsótti hann Menntaskólann á Ísafirði í fylgd skólameistara og hitti nýjan frönskukennara, Nadja Widell, sem kennir málið á lifandi hátt. Sendiherrann hitti líka forstöðumann Háskólaseturs Vestfjarða og forstöðukonu snjóflóðarannsókna og greindi þeim frá möguleikum á vísindasamstarfi við franska háskóla og rannsóknarstofnanir.

Að síðustu átti sendiherra fund með Elísabetu Gunnarsdóttur, sem hugsanlega verður heiðurskonsúll á Ísafirði, en heiðurskonsúllinn sem þar var hefur nú látið af störfum.
JPEG

Síðasta uppfærsla þann 09/12/2015

Efst á síðu