Ferð sendiherrans til Ísafjarðar [fr]

JPEG - 181.1 ko
Élèves de danse de l’École des arts á Ísafjörður se rendent au film «Polina“ lors du Festival du film français à la ville. Nokkrir dansnemendur Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði fylktu liði til að sjá myndina „Polina“ á frönsku kvikmyndahátíðinni. Elísabet Gunnarsdóttir

Franski sendiherrann heimsótti Vestfirði 16. og 17. febrúar síðastliðinn í tilefni af fyrstu frönsku kvikmyndahátíðinni á Ísafirði.

Kjörræðismaður Frakklands á Ísafirði, Elísabet Gunnarsdóttir, hafði skipulagt komu sendiherrans og heimsótti hann í hennar fylgd höfnina, náttúrugripasafnið og kirkjuna í Bolungarvík og síðan menningarmiðstöðina Edinborg og bókasafn Ísafjarðar. Þá hitti hann ýmsa forsvarsmenn í menningar- og menntalífi bæjarins. Hann átti einnig fund með Gísla Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðar, um vinabæjatengsl við bæinn Sables d’Olonne í Frakklandi og ennfremur um möguleika á samskiptum á sviði atvinnu- og menningarlífs, vísinda, æðri menntunar og ferðamennsku. Samræðunum var haldið áfram í kvöldverðarboði þar sem einnig voru bæjarstjórar Bolungarvíkur og Súðavíkur. Dagskráin var því þétt skipuð þennan dag og lauk með sýningu á gamanmyndinni vinsælu „Svona er lífið“ í Ísafjarðarbíói. Þessi sýning markaði upphafið á fyrstu frönsku kvikmyndahátíðinni á Ísafirði og þar var boðið upp á fimm franskar kvikmyndir, textaðar á íslensku eða ensku.

Sólin skein glatt í þessari fyrstu Vestfjarðaferð sendiherrans sem þótti mikið koma til landslagsins og hlýrrar og hjartanlegrar móttöku íbúa þar vestra.

Síðasta uppfærsla þann 21/02/2018

Efst á síðu