Ferð sendiherra til Akureyrar [fr]

Sendiherra og vísinda- og menningarfulltrúi sendiráðsins fóru til Akureyrar til að opna Frönsku kvikmyndahátíðina þar, eins og tíðkast hefur síðustu ár.

Hátíðin var opnuð 17. janúar í Borgarbíói og stóð til 24.

Sendiherrann fór í viðtal á sjónvarpsstöðinni N4, ásamt Sóleyju Björk Stefánsdóttur hjá KvikYndi, til að kynna hátíðina og segja frá starfsemi sendiráðsins.

Þá nýtti sendiherrann ferðina til að ræða við ýmsa þá sem sendiráðið á samskipti við þar nyrðra:

  • Bæjarstjórann, og ræddu þeir framkvæmd á skuldbindingum COP21 sáttmálans í íslenskum bæjum
  • Tvo frönskukennara við Menntaskólann á Akureyri
  • Rektor Háskólans á Akureyri sem á í samstarfi við ýmsa franska háskóla. Sendiherrann rakti síðan á fundi með nemendum skólans megináherslurnar í stefnu Frakka á norðurslóðum.

Sendiherrann skoðaði ennfremur starfsemi Samherja og Norðurorku.

JPEG - 94.7 ko
Í Menntaskólanum á Akureyri ásamt rektor skólans og frönskukennurum.
JPEG - 103.9 ko
Í Háskólanum á Akureyri ásamt nokkrum nemendum.
JPEG - 66.5 ko
Útsýnið yfir Akureyri úr Hlíðarfjalli.

Síðasta uppfærsla þann 26/01/2016

Efst á síðu