Espérances (Vonir) - Madeleine Daumerie [fr]

JPEG
Nú er þess minnst að 100 ár eru liðin frá bardögunum við Verdun í fyrri heimsstyrjöldinni.

Í tilefni af því les Madeleine Daumerie útdrátt úr smásögu sinni „Espérances“ (1914-1918) þriðjudaginn 8. mars kl. 19:00 í Alliance française í Reykjavík.

Madeleine Daumerie vann í útgáfufélagi í Stokkhólmi og kenndi germönsk tungumál í Brussel. Hún var um tíma í Ottawa en nú býr hún í Reykjavík. Hún vann til verðlauna með smásögu sinni „Résilience“. Þá á hún sögu í smásagnasafninu „Sainte-Cyrille-de-Perpétue“ sem kom út 2013.

Flutt verður tónlist á þessari kvöldstund. Ásta Ingibjartsdóttir og Eyjólfur Már Sigurðsson í hljómsveitinni Belleville spila þrjú lög eftir Fréhel.

Léttar veitingar.

Síðasta uppfærsla þann 08/03/2016

Efst á síðu