Elemen’Terre á Íslandi [fr]

JPEG
Franska sendiráðið og Alliance Française í Reykjavík buðu til ýmiss konar viðburða og samkoma í tilefni af komu Marie Tabarly til Íslands á seglbátnum Pen Duick VI. Marie og áhöfn hennar standa að verkefninu „Elemen’Terre

Ljósmyndarinn Jean-Marie Ghislain og Leina Sato, sem kafar án súrefnisgrímu, hafa lagt sig eftir að leita uppi hvali, kynnast þeim og ljósmynda. Þau komust í samband við Hvalasafnið og fulltrúa Alþjóðadýraverndunarsjóðsins (IFAW) á Íslandi. Leina Sato kynnti okkur hvað þau hafa fengist við á fyrirlestri við opnun sýningarinnar „Sátt“ (Réconciliation) í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sýndar voru tíu ljósmyndir Jean-Marie Ghislains. Sýningin var opin til 7. október en var síðan sett upp í Hvalasafninu.
JPEG
Leina Sato kynnti ennfremur í sal Alliance Française heimildamyndina „Hafmóðir“ (Mère Océan) eftir þau Jan Kounen og Anne Paris. Myndin sýnir köfunarferðir Leinu Sato, meðan hún var þunguð, meðal ýmiss konar hvala, þar á meðal búrhvala og höfrunga.
JPEG
Aðrir úr áhöfn skútunnar vöktu mikla athygli íslenskra fjölmiðla, þá sérstaklega Théo Sanson, línudansari, sem gekk á línu yfir Jökulsárgljúfur, rétt neðan við Dettifoss. Íslenskir iðkendur þessarar íþróttar eignuðust síðan línuna.
JPEG
Franska sendiráðið óskar Marie Tabarly og áhöfn hennar og „Elemen’Terre“ verkefninu gæfu og gengis í ferð þeirra umhverfis hnöttinn!

Síðasta uppfærsla þann 16/10/2018

Efst á síðu