Climathon 2018 [fr]

Climathon er alþjóðlegur viðburður, helgaður leit að lausnum á loftslagsbreytingum. Hann var haldinn í annað skiptið í Reykjavík þann 26. og 27. október í húsnæði rannsókna- og þróunarstofnunarinnar Matís.

Hugmyndin að baki Climathon er sáraeinföld. Safnað er saman drífandi hugsjónafólki sem í heilan sólarhring skiptist á skoðunum, ígrundar málin og leggur til svör við þeim vanda sem útblástur gróðurhúsalofts leiðir af sér. Það er Justine Vanhalst, ung frönsk stúlka, sem er drifkrafturinn á bak við þetta lofsverða framtak. Í fyrra skipulagði hún skipulagði fyrsta Climathonið á Íslandi.

Reykjavíkurborg á aðild að viðburðinum og lagði þetta ár til þrjú úrlausnarefni:

  • Hvernig á að hvetja til umhverfisvænni og ábyrgari ferðamennsku í Reykjavík?
  • Hvernig á að standa að „sjálfbærri fæðukeðju“, allt frá framleiðslu matvæla til neyslu þeirra og þar að auki förgun matvælaúrgangs?
  • Hvernig á að hvetja til hringhagkerfis innan svæðisins?

Climathon 2018 var sett að viðstöddum sendiherra Frakklands, næstráðanda í sendinefnd Evrópusambandsins og stjórnanda í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eftir að þeir höfðu tekið til máls plöntuðu þeir trjám ásamt fjörutíu þátttakendum í viðburðinum.

Sendiráð Frakklands veitti fyrstu verðlaun sem komu í hlut liðs sem lagði til að kolefnisspors matvæla yrði getið á umbúðum þeirra og einnig á kassakvittuninni til að ýta undir að neytendur keyptu frekar matvörur sem framleiddar eru í héraði eða í næsta nágrenni. Þessi tillaga að ábyrgum og vistvænum neysluháttum hlýtur fyrirgreiðslu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Síðasta uppfærsla þann 19/12/2018

Efst á síðu