Business France á Íslandi [fr]

Starfsfólk Business France í Kaupmannahöfn kom til Íslands 2. febrúar 2016.

Í för með því var sendinefnd tíu fyrirtækja sem starfa í járnbrautasamgöngum og við flughafnagerð.

Koma sendinefndarinnar var skipulögð í samvinnu við Sendiráð Frakklands og Fransk-íslenska viðskiptaráðið. Frönsku fulltrúarnir sátu kynningar á ýmsum stórframkvæmdum og gátu rætt við íslenska forystumenn á þessum sviðum. Sendinefndin hafði sérstakan áhuga á stækkunaráformum Keflavíkurflugvallar, hugmyndum um lagningu járnbrautar milli flugvallarins og Reykjavíkur og endurskipulagningu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Þessum degi lauk með móttöku í sendiherrabústaðnum í boði sendiherrrans, Philippes O’Quins, og þangað kom sendinefndin og ýmsir íslenskir aðilar.
JPEG

Síðasta uppfærsla þann 17/02/2016

Efst á síðu