Bókmenntahátíðin í Reykjavík

JPEG
Í september viðrar vel til bóklesturs. Og hvað er skemmtilegra en að sökkva sér ofan í bækur og íslenska og erlenda höfunda á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík.

Þetta árið var Pierre Lemaitre á dagskrá hátíðarinnar. Hann hefur í mörg ár verið í forystusveit franskra glæpasagnahöfunda, hlaut Evrópuverðlaun Le Point fyrir glæpasögu, lesendaverðlaun Livre de Poche, verðlaun fyrir bestu glæpasögu á frönsku og svo mætti áfram telja.

Árið 2013 gaf hann út „Au revoir là-haut“ (Sjáumst fyrir handan) sem fjallaði um heimsstyrjöldina 1914-1918. Þetta verk markaði frumraun höfundarins í svokölluðum fagurbókmenntum eftir að hafa skrifað glæpasögur sem þýddar hafa verið á 20 tungumál. Fyrir þessa frumraun hlaut hann Goncourtverðlaunin.

Það er Friðrik Rafnsson, fyrrum formaður Alliance française í Reykjavík, sem kynnti Íslendingum Pierre Lemaitre með þýðingu sinni á Alex og hún rokseldist.

Á bókmenntahátíðinni gafst kostur á að kynnast þessum höfundi sem tókst á við bókmenntirnar orðinn 55 ára gamall.

Alliance française í Reykjavík og franska sendiráðið tóku saman höndum, til hliðar við bókmenntahátíðina, um að bjóða fólki að kynnast Amélie Graux, sem semur og myndskreytir bækur fyrir yngstu kynslóðina.

Sýning á verkum Amélie stóð í húsakynnum félagsins frá 10.-12. september.
JPEG

Síðasta uppfærsla þann 17/09/2015

Efst á síðu