Beaujolais nouveau er á leiðinni! [fr]

JPEG
Þriðji fimmtudagur í nóvember hefur allt frá 1985 verið dagurinn sem Beaujolais nouveau vínið er sett í sölu.

Þetta er nýtt eða óþroskað vín og er orðið frægt um allan heim. Á hverju ári seljast um 30 miljón flöskur af því, þar af helmingurinn í Asíu og Japan er stærsti markaðurinn erlendis.

Beaujolais nouveau varð til árið 1951 þegar vínbændur í vínræktarhéruðum Beaujolais (í norðurhluta Rhône sýslu og suðurhluta Saône et Loire) fengu leyfi til að seljs «ungt» vín, úr þrúgum sem skornar voru fáeinum vikum fyrr og látnar heilgerjast í fjóra daga.

Beaujolais nouveau er skrásett og með upprunavottorð, sem táknar að vínframleiðslan lýtur nákvæmum verklagsreglum. Þrúgan, sem Beaujolais nouveau er framleitt úr, er Gamay noir og er hún tínd í höndum af vínviðnum á afmörkuðum vínskákum.

Þetta er óþroskað vín, með lítið áfengisinnihald og ódýrt. Það geymist ekki lengi og þess á að neyta fyrstu mánuðina eftir framleiðslu.

Hefð er fyrir því að fagna komu Beaujolais nouveau, í byrjun vetrar, á vinafundum eða í samneyti við aðra, með glasi af víni, diski af sperðlum eða ostum.

Á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, geta menn kynnst 2018 uppskerunni af Beaujolais nouveau frá og með fimmtudegi 15. nóvember. Og eins og við vitum þá er ofneysla áfengis hættuleg. Því ber að neyta Beaujolais nouveau í hófi, eins og alls annars áfengis!

Síðasta uppfærsla þann 13/11/2018

Efst á síðu