Átakið „Fjárfesting í Frakklandi“ [fr]

Átakið „Fjárfesting í Frakklandi“ er nú haldið í annað skipti og stendur allan októbermánuð.

Markmiðið með átakinu er að vekja athygli þeirra sem sýsla með fjármál og fjölmiðla á öllum þeim kostum sem bjóðast í Frakklandi, á því sem gert hefur verið til að auka samkeppnishæfni landsins og á alls kyns aðgerðum til að laða að alþjóðlega fjárfesta.

Sendiráð í ýmsum löndum fjalla um mál sem snerta fjárfestingar á tilteknum sérsviðum: Fjárfestingar í heilbrigðismálum, fjármálaiðnað, Parísarsvæðið, París sem stökkpall fyrir fjárfestingar í Afríku.

Í fyrra, þegar átakinu var hleypt af stokkunum tóku fleiri en 2.000 frammámenn í viðskiptalífinu og fréttamenn í 50 löndum þátt í skipulögðum viðburðum.

Fjárfest í Frakklandi... Smellið á myndina til að sjá kynningu á ensku.

JPEG

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu