Árangur loftslagsráðstefnunnar COP21 í París [fr]

Íslenskir þátttakendur á loftslagsráðstefnunni í París báru allir sem einn lof á árangurinn sem þar náðist, sem og á hlutverkið sem Frakkar gegndu í forsæti ráðstefnunnar.

JPEG

Þarna náðist metnaðarfullt samkomulag um að halda hækkun hitastigs innan við tvö stig og að ná hlutleysi í útblæstri um miðja öldina.

Ísland átti marga fulltrúa á ráðstefnunni og var vitnað til fordæmis þess í notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Forseti Íslands hleypti af stokkunum „Global Geothermal Alliance“, ásamt Ségolène Royal, ráðherra umhverfismála, sjálfbærrar þróunar og orkumála í Frakklandi. Þetta eru samtök helstu landa sem framleiða og nýta jarðvarmaorku. Íslensk stjórnvöld og aðrir aðilar, sem ekki eru á vegum hins opinbera, vörpuðu ljósi á árangur landsins í að nýta græna orku og ennfremur á aðgerðir í þessum efnum sem sveitarfélög, og þar í forystu Reykjavík, háskólar, fyrirtæki og fleiri hafa skuldbundið sig að grípa til.

JPEG

Nú er komið að því fyrir Ísland, sem og hin þátttökulöndin 194, að hrinda í framkvæmd ákvæðum samningsins: Undirritun hans og gildistöku bráðlega, aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (forsætisráðherrann tilkynnti að að Íslendingar ætluðu að fylgja skuldbindingum Evrópuríkja um að draga úr losun um 40% til ársins 2030, sem útheimtir vitanlega mikið átak) og hækkun framlaga til þessara mála innanlands og þátttaka í 100 miljarða dollara framlagi til þróunarríkjanna, sem fyrirhugað er að hækka enn.

COP21 gaf fyrirtækjum, fjárfestum, sveitarfélögum, héruðum, félagasamtökum og öðrum byr í seglin. Þau tóku sig saman með eftirtektarverðum hætti fyrir Parísarráðstefnuna og meðan á henni stóð. Mörg þeirra höfðu undirritað „Parísarákallið“ og sett þannig formlega fram skuldbindingu sína við að stefna að kolefnalausum hagkerfum. Þessari þróun verður að fylgja eftir.

Frakkland var í forsæti Parísarráðstefnunnar og ber að fylgja því eftir að þeim fyrirheitum, sem þar voru gefin, sé hrint í framkvæmd áður en það afhendir keflið í lok 2016. Við keflinu tekur Marokkó, sem stýrir næstu COP ráðstefnu og Frakkar hafa sett inn í málin að undanförnu.

Síðasta uppfærsla þann 23/02/2016

Efst á síðu