André Courmont, fyrsti frönskukennari við HÍ og konsúll Frakklands 1917-1923 [fr]

Í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag birtist skemmtileg grein um André Courmont, stórmerkilegan mann, sem kom mikið við sögu í andlegu lífi Íslendinga á árunum í kringum heimsstyrjöldina fyrri.
André Courmont, á konsúlsárunum. - JPEG

André Courmont var af flugríku fólki kominn, afburðanemandi og hefði vafalítið getað hafist til æðstu metorða í lærdómsheimi Frakklands. Tvítugur að aldri kynntist hann hins vegar Íslendingi í París (sennilega Jónasi frá Hriflu) og það varð úr að hann fór til starfa við hinn nýstofnaða Háskóla Íslands. Þar kenndi hann frönsku fyrstu tvö starfsár skólans, 1911-1913, við miklar persónulegar vinsældir. Hann talaði íslensku svo vel að menn vissu ekki að þar var útlendingur á ferð og skrifaði hana af þrótti og orðgnótt. 1913 fór hann heim til að gegna herskyldu og heimsstyrjöldin fyrri skall á rúmu ári síðar. Hann barðist í stríðinu, særðist illa en 1917 var hann sendur hingað til lands sem konsúll Frakklands. Síðla árs 1923 fór hann alfarinn héðan en mánuði eftir heimkomuna fyrirfór hann sér, ekki nema 33 ára að aldri. Tvö stórmenni tuttugustu aldar skrifuðu merkilegar minningargreinar um Courmont: Jónas frá Hriflu, sem lagði forsíðu Tímans undir minningargreinina, og Sigurður Nordal í Eimreiðinni.

Það var undravert hve Courmont lærði íslensku fljótt og vel og hefur verið jafnað við Rasmus Kristian Rask. Hann gat haldið uppi samræðum við bændur um búskap og tíðarfar án þess að þeir áttuðu sig á að hann væri útlenskur maður. Ýmis bréf og greinar, sem hann samdi og gekk að öllu leyti frá sjálfur, sýna vald hans á íslensku, sjá krækjur hér fyrir neðan.

Jónas frá Hriflu var góðvinur Courmonts. Jónas talaði reiprennandi frönsku og var um tíma í París og mun þar hafa kynnst Courmont. Pólitísk umræða í Frakklandi var ákaflega gróf og deilur harkalegar á þessum árum, þau tíðkuðust hin breiðu spjótin. Það er ekki hægt að skilja pólitík Jónasar nema hafa frönsk fordæmi í huga, líka um tilhögun áróðurs og málflutning.

Courmont lagði ofurást á Ísland og íslenskar bókmenntir og aðrar listir svo ekki sé minnst á íslenska hestinn. Hann þekkti víða staðhætti hér jafnvel og bakgarðinn hjá sjálfum sér og átti vini um allt land. Það var hann sem gaf fossinum Granna, rétt við Háafoss, nafn sitt. Hann var áhugamaður um ljósmyndun, tók margar myndir á Íslandi, þar á meðal hugsanlega fyrstu litmyndirnar. Íslendinga mat hann afar mikils en varð fyrir vonbrigðum þegar hann kom aftur til Íslands undir lok heimsstyrjaldarinnar, í hálfgert Klondikeástand í Reykjavík og fannst þjóðin hafa tekið hamskiptum.

Hann varð ástfanginn af Svanhildi, dóttur Þorsteins Erlingssonar skálds, þegar hún var barnung að aldri, óvenjumyndarlegri og greindri stúlku. Hann kenndi henni frönsku og ensku og umgekkst hana, vinkonu hennar og móður. Til eru gullfallegar myndir sem hann tók af Svanhildi, þar á meðal í lit, í íslensku landslagi og í og við bústað franska konsúlsins við Skálholtsstíg 6, sem nú er embættisbústaður franska sendiherrans.

Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur er sonur Svanhildar og á margar myndir sem Courmont tók og bréf sem hann skrifaði henni. Í þeim mun hann meðal annars hafa lagt að Svanhildi að giftast sér en hún vísaði honum á bug. Það fór á kreik kvittur í Reykjavík að Courmont hefði fyrirfarið sér af ástarsorg en Þorsteinn telur, og þá líklega með hliðsjón af því sem Courmont segir í bréfunum, að það hafi verið reynslan úr heimsstyrjöldinni sem hvíldi svo þungt á honum að hann hafi að lokum ekki getað horft framan í lífið lengur. Sigurður Nordal og Jónas frá Hriflu gefa það raunar líka í skyn í minningarorðum sínum.

Myndirnar með þessari grein eru birtar með góðfúslegu leyfi Þorsteins Sæmundssonar.

Hestar Courmonts í garðinum á Skálholtsstíg 6. Næpan í baksýn.
Hestar Courmonts í garðinum á Skálholtsstíg 6. Næpan í baksýn.
Hestar Courmonts í garðinum á Skálholtsstíg 6. Næpan í baksýn.
Courmont með tvo hesta sína í garðinum við Skálholtsstíg 6. / Courmont avec deux de ses chevaux dans le jardin de sa résidence à Skálholtsstígur à Reyjavík.
Courmont með tvo hesta sína í garðinum við Skálholtsstíg 6. / Courmont avec deux de ses chevaux dans le jardin de sa résidence à Skálholtsstígur à Reyjavík.
Courmont með tvo hesta sína í garðinum við Skálholtsstíg 6.
Svanhildur Þorsteinsdóttir og André Courmont.
Svanhildur Þorsteinsdóttir og André Courmont.
Svanhildur Þorsteinsdóttir og André Courmont.
Svanhildur Þorsteinsdóttir og André Courmont.
Svanhildur Þorsteinsdóttir og André Courmont.
Svanhildur Þorsteinsdóttir og André Courmont.
Courmont í viðhafnarklæðnaði, á Skálholtsstíg 6.
Courmont í viðhafnarklæðnaði, á Skálholtsstíg 6.
Courmont í viðhafnarklæðnaði, á Skálholtsstíg 6.
André Courmont á unglingsárunum. / Courmont adolescent.
André Courmont á unglingsárunum. / Courmont adolescent.
André Courmont á unglingsárunum.
André Courmont kennari við Háskóla Íslands 1913. / Courmont, professeur de français à l'Université d'Islande, 1913.
André Courmont kennari við Háskóla Íslands 1913. / Courmont, professeur de français à l’Université d’Islande, 1913.
André Courmont kennari við Háskóla Íslands 1913.
André Courmont í herskrúða. / Courmont en uniforme militaire.
André Courmont í herskrúða. / Courmont en uniforme militaire.
André Courmont í herskrúða.
Svanhildur Þorsteinsdóttir, hægra megin, ásamt vinkonu sinni við tröppurnar að Skálholtsstíg 6, einhvern tíma í kringum 1920. / Svanhildur à droite, avec son amie devant l'actuelle Résidence de France, vers 1920.
Svanhildur Þorsteinsdóttir, hægra megin, ásamt vinkonu sinni við tröppurnar að Skálholtsstíg 6, einhvern tíma í kringum 1920. / Svanhildur à droite, avec son amie devant l’actuelle Résidence de France, vers 1920.
Svanhildur Þorsteinsdóttir, hægra megin, ásamt vinkonu sinni við tröppurnar að Skálholtsstíg 6, einhvern tíma í kringum 1920.
Svanhildur Þorsteinsdóttir.
Svanhildur Þorsteinsdóttir.
Svanhildur Þorsteinsdóttir.
Svanhildur Þorsteinsdóttir á Skálholtsstíg 6.
Svanhildur Þorsteinsdóttir á Skálholtsstíg 6.
Svanhildur Þorsteinsdóttir á Skálholtsstíg 6.
Svanhildur Þorsteinsdóttir á Skálholtsstíg 6. / Svanhildur Thorsteinsdottir à l'actuelle Résidence de France.
Svanhildur Þorsteinsdóttir á Skálholtsstíg 6. / Svanhildur Thorsteinsdottir à l’actuelle Résidence de France.
Svanhildur Þorsteinsdóttir á Skálholtsstíg 6.
André Courmont, á konsúlsárunum.
André Courmont, á konsúlsárunum.
Í bíltúr frá Reykjavík: Bílstjórinn, Egill Vilhjálmsson, síðar bílasali, Guðrún Jónsdóttir, Svanhildur Þorsteinsdóttir og Erlingur Þorsteinsson, síðar háls-, nef- og eyrnalæknir í Reykjavík.
Í bíltúr frá Reykjavík: Bílstjórinn, Egill Vilhjálmsson, síðar bílasali, Guðrún Jónsdóttir, Svanhildur Þorsteinsdóttir og Erlingur Þorsteinsson, síðar háls-, nef- og eyrnalæknir í Reykjavík.
Í bíltúr frá Reykjavík: Bílstjórinn, Egill Vilhjálmsson, síðar bílasali, Guðrún Jónsdóttir, Svanhildur Þorsteinsdóttir og Erlingur Þorsteinsson, síðar háls-, nef- og eyrnalæknir í Reykjavík.
Konsúllinn við störf sín á Skálholtsstíg 6 sem var bústaður og vinnustaður konsúlsins og er nú embættisbústaður sendiherra Frakklands. / Le consul au travail, dans l'actuelle Résidence de France.
Konsúllinn við störf sín á Skálholtsstíg 6 sem var bústaður og vinnustaður konsúlsins og er nú embættisbústaður sendiherra Frakklands. / Le consul au travail, dans l’actuelle Résidence de France.

Heimildir um Courmont:

Síðasta uppfærsla þann 25/09/2017

Efst á síðu