Alþjóðlegt vottorð sem þeim er skylt að hafa sem ætla til Frakklands
Frá 6. apríl 2020 krefjast frönsk stjórnvöld vottorðs um undanþágu til ferðalaga milli landa og er skylt að framvísa því þegar komið er til meginlands Frakklands eða annarra franskra landsvæða.
Þessa vottorðs verður krafist hvort sem stigið er á land eða millilent á frönsku landi frá 6. apríl kl. 18 að telja (að Parísartíma).
Með vottorðinu verða að fylgja gögn sem sýna á hvaða undanþágugrein er byggt og ber farþegum, sem ætla að ferðast til franskra landsvæða, að leggja vottorðið fram við flutningafyrirtækið, áður en farseðlinum er framvísað. Vottorðinu ber einnig að framvísa við þá aðila sem sinna landamæravörslu án tillits til þess hver landamærin eru:
Við ytri landamæri Frakklands (hvort sem samgönguleiðin er í lofti, legi eða láði, þar með taldar lestarsamgöngur)
Við innri landamæri Frakklands.
Til þess að geta farið um á frönsku landi, þarf ennfremur að framvísa vottorði um undanþágu til ferðarinnar, að viðlagðri sekt. Þetta vottorð má sækja á vef innanríkisráðuneytisins https://media.interieur.gouv.fr/deplacement-covid-19/
- Attestation outre-mer depuis l’étranger (en français)
- (PDF - 329.6 ko)
- Attestation outre-mer depuis l’étranger (en anglais)
- (PDF - 99.2 ko)