Alþjóðadagur Háskólans í Reykjavík 2015 [fr]

JPEG

Alþjóðadagur Háskólans í Reykjavík var haldinn 10. september síðastliðinn.

Erlendir nemendur skólans og starfsfólk frá erlendum sendiráðum komu saman til þess að vekja athygli á skipti- eða framhaldsnámi á erlendri grundu sem og til að varpa ljósi á ólíka menningarheima.

Nemendur komu með ýmsa hefðbundna rétti frá heimalöndunum sem gestir fengu að gæða sér á. Frönsku skiptinemarnir buðu upp á franskt góðgæti á borð við crèpes, quiche lorraine ásamt öðrum sætindum. Sendiráð Frakklands tók þátt í kynningarstarfseminni með fræðslu um fjölbreytt nám í Frakklandi, nám á ensku og námsstyrki í boði franska ríkisins.

Síðasta uppfærsla þann 13/09/2015

Efst á síðu