Alþingi fullgilti Parísarsamninginn um loftslagsmál [fr]

Þann 19. september síðastliðinn fullgilti Alþingi Íslendinga Parísarsamninginn, sem samið var um á COP21 loftslagsráðstefnunni í París í desember 2015.
JPEG

Allir flokkar á þingi staðfestu samninginn samhljóða og þar með varð Ísland eitt af fyrstu 55 löndunum til að fullgilda samninginn. Kína og Bandaríkin fullgiltu hann nýlega og það hafði Frakkland líka gert.

Parísarráðstefnan gerði það að meginmarkmiði að halda hlýnun andrúmslofts undir 2°C og skyldi keppt að því að takmarka hana við 1,5°C. Tilgreind voru skref og fjárframlög til að ná þessu markmiði. 175 lönd undirrituðu yfirlýsingu þess efnis á degi jarðarinnar sem haldinn var hátíðlegur í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna 22. apríl síðastliðinn. Fleiri hafa síðan bæst í hópinn. Til að öðlast gildi þarf samningurinn formlega fullgildingu (oftast á þjóðþingum) að minnsta kosti 55 landa sem standa á bak við 55% útblásturs í heiminum.

Með fullgildingu Alþingis varð Ísland í hópi frumherja í loftslagsmálum. Nú er komið að því að landið hrindi í framkvæmd skuldbindingum sínum um að draga úr útblæstri. Í þeim efnum tókst það á hendur sömu metnaðarfullu markmið og Efnahagsbandalagið, að hafa árið 2030 dregið um 40% úr útblæstri miðað við 1990.

Síðasta uppfærsla þann 18/10/2016

Efst á síðu