Alþjóðadagur við Háskólann í Reykjavík [fr]

Fyrsta september síðastliðinn var haldinn alþjóðadagur í Háskólanum í Reykjavík.

Tilgangur þessa dags er að veita stúdentum upplýsingar um skiptinám, námskeið eða námsleiðir erlendis. Námið erlendis gefur stúdentunum kost á að afla sér reynslu á alþjóðavettvangi og að kynnast nýjum menningarheimi.

Sendiráð Frakklands á Íslandi var með bás og kynnti hvaða nám býðst í Frakklandi. Það er í þriðja sæti þeirra landa sem erlendir stúdentar sækja mest til. Franskir skiptinemar á Íslandi tóku þátt í kynningunni og höfðu eldað franska rétti sem þeir buðu hverjum sem bragða vildi.

14169489 10154475156681660 239376265 n
14169509 10154475156931660 1455241736 n
14172043 10154475156551660 1470794313 n
14182177 10154475156536660 807812577 n
14182177 10154475156561660 1332876770 n
14193604 10154475157006660 1894315950 n

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu