Aftur er efnt til veislunnar Goût de France / Good France [fr]

Svo vel tókst til með matarhátíðina Goût de France/Good France í fyrra að Laurent Fabius utanríkisráðherra óskaði eftir því að hún yrði fastur liður. 21. mars á hverju ári yrði franskri matargerð, og þeim eiginleikum sem einkenna hana, gert hátt undir höfði um allan heim.

1500 matreiðslumenn, 1500 matseðlar, 150 sendiherrar á 5 meginlöndum

Þegar veislunni 2016 var hleypt af stokkunum kynntu ráðherrann og matreiðslumeistarinn Alain Ducasse veitingahús sem dreifast um meginlöndin fimm og taka þátt í veislunni. Veitingahúsin eru 1500 að tölu sem valin eru til að halda uppi Goût de France/Good France hátíðinni 21. mars næstkomandi.

Um það bil þriðjungur erlendra ferðamanna, sem sækja Frakkland heim, nefnir matar- og vínmenninguna sem meginástæðu fyrir því að landið varð fyrir valinu. Goût de France/Good France byggist á viðhorfi Frakka til lífsnautnarinnar, áherslunni á matvæli af næstu grösum jafnframt því sem vakin er athygli á landkostum Frakklands.

Goût de / Good France á Íslandi)

Auk veitingahúsanna 1500, sem þátt taka í veislunni, gegna sendiráðin miklu hlutverki í hátíðinni og efna til kvöldverðarboða sem sendiherrann situr ásamt gestum sínum.

Síðasta uppfærsla þann 23/02/2016

Efst á síðu