Þýðingar úr frönsku [fr]

JPEG
Á sínum tíma tók franska sendiráðið saman lista yfir þýðingar úr frönsku á íslensku. Listinn hefur verið uppfærður reglulega, samkvæmt upplýsingum úr tölvukerfi Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.

Listinn er nýuppfærður og nær nú til ágúst 2019. Þýðingunum er skipt í sex flokka eins og sjá má hér fyrir neðan. Hægt er að raða listunum með því að smella á fyrirsögn í dálkum. Þannig er til dæmis auðvelt að sjá fjölda ritverka eftir höfundum, þýðendum, árum eða bókaforlögum.

Verk, sem bæði eru til í pappírs- og rafrænu formi, eru tvítalin og verk sem hefur komið út í fleiri en einni útgáfu er skráð jafnoft og útgáfurnar eru margar.

Og vel að merkja: Listinn sýnir þýðingar úr frönsku en ekki eingöngu þýðingar á frönskum bókum. Þarna eru því líka belgískar, svissneskar og kanadískar bækur.

Síðasta uppfærsla þann 10/06/2021

Efst á síðu