Þátttaka franska sjóhersins í Natóæfingu við Ísland [fr]

JPEG - 75 ko
Les navires à Hvalfjördur. Photo: Jacob Østheim/Forsvaret

Í júlíbyrjun tók franski sjóherinn þátt í æfingum Nató sem fram fóru við Ísland undir heitinu „Dynamic Mongoose“.

Æfðar voru aðgerðir gegn kafbátum og tóku þátt í þeim ýmis Natólönd. Óvenjumikið var við haft og var framlag Frakka umtalsvert, freigátan „Latouche-Tréville“ og tvær þotur sem sinna eftirliti á hafi.

Þá tók „Latouche-Tréville“ þátt í minningarathöfn í Hvalfirði um sjómenn og sjóliða sem fórust þegar skipalestir bandamanna sigldu frá Íslandi til Sovétríkjanna með ýmis aðföng á dögum seinni heimsstyrjaldar.

Síðasta uppfærsla þann 31/07/2017

Efst á síðu