Þátttaka Frakklands í Arctic Circle ráðstefnunni í Reykjavik [fr]

JPEG
Arctic Circle var haldið í fimmta skipti í Reykjavík dagana 13. - 15. október síðastliðinn.

Til ráðstefnunnar komu rúmlega 2.000 gestir frá 60 löndum.

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var helsti hvatamaður að stofnun þessa hringborðs sem orðið er árleg samkoma til að fjalla um málefni norðurslóða. Þar getur enginn látið sig vanta enda er fjallað um umhverfismál, efnahagsmál, þjóðfélagsmál og herfræðileg mál á norðurhjara. Ségolène Royal, sendiherra í málefnum norður- og suðurheimskautanna, sat fundinn af Frakklands hálfu. Hún minnti á skuldbindingar Frakka í umhverfis- og heimskautamálum í ræðu sem hún hélt á opnunarfundi ráðstefnunnar.

Myndband með ræðu Ségolène Royal

Síðasta uppfærsla þann 21/12/2017

Efst á síðu