Þátttaka Frakka í vinnuhóp um vísindalegt samstarf á norðurslóðum [fr]

Frakkar áttu aðild að fundi vinnuhóps um vísindasamstarf í Norðurskautsráðinu, sem haldinn var 1. og 2. desember í Reykjavík.

JPEG
Þessum 7. fundi vinnuhópsins var ætlað að smíða drög að samkomulagi til að auðvelda vísindalegt samstarf á norðurslóðum.

Norðurskautsráðið er vettvangur ríkjanna átta á norðurslóðum (Bandaríkjanna, Danmerkur, Finnlands, Íslands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóðar) þar sem þau, ásamt fulltrúum frumbyggja á svæðinu, fjalla um mál sem varða umhverfisvernd, baráttuna gegn loftslagsbreytingum og sjálfbæra þróun. Frakkland hefur verið áheyrnarríki frá árinu 2000, eins og mörg önnur lönd sem ekki liggja að norðurslóðum en hafa áhuga á svæðinu.

Síðasta uppfærsla þann 14/12/2015

Efst á síðu