Þátttaka Frakka í Arctic Circle ráðstefnunni 2018 [fr]

JPEG
Arctic Circle stendur í Reykjavík frá 19. – 21. október næstkomandi.

Það var Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, sem átti frumkvæði að Arctic Circle ráðstefnunum. Þær eru meginvettvangur umræðna um Norður-heimskautið, jafnt um umhverfishliðar þess sem efnahagslegar, vísindalegar eða hernaðarlegar.

Frakkland lætur þessi mál mikið til sín taka og fulltrúi Frakka verður Ségolène Royal, sendiherra í málefnum heimskautanna sem flytur ræðu við opnun ráðstefnunnar.

20. október stendur sendiráðið fyrir pallborðsumræðum um nýsköpun á heimskautssvæðunum undir handarjaðri Frakka. Fyrirtæki og vísindamenn kynna franskt verk- og hugvit sem hefur verið þróað á þessum svæðum, en þar er einkar hentugt að leiða fram umhverfisvæna tækni og þróa vísindarannsóknir.

Sunnudaginn 21. október lýkur svo Arctic Circle með forsýningu franskrar heimildamyndar um rannsóknir á björnum og lífhermun. Myndin heitir „Sterkur sem björn“. Í lok sýningar fara fram umræður með þátttöku dr. Étiennes Lefai, líffræðings, en myndin var einmitt gerð um nýstárlegar rannsóknir hans.

Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að fá á vef Arctic Circle http://www.arcticcircle.org/

Síðasta uppfærsla þann 16/10/2018

Efst á síðu